„Sjálfseyðingarhvötin er svo sterk“: Reynsla karlkyns þolenda af sjálfsvígshugsunum í kjölfar kynferðisofbeldis

  • Elísa Tryggvadóttir
  • Sigríður Halldórsdóttir Háskólinn á Akureyri
  • Sigrún Sigurðardóttir Háskólinn á Akureyri

Abstract

Útdráttur: Sjálfsvígshugsanir eru algengar meðal karlkyns þolenda kynferðisofbeldis en fáar íslenskar rannsóknir hafa einblínt sérstaklega á þennan þátt. Tilgangur þessarar rannsóknar var að skoða reynslu karlkyns þolenda af sjálfsvígshugsunum í kjölfar kynferðisofbeldis og áhrif samfélagsins og fagfólks á reynslu þeirra. Rannsóknaraðferðin var fyrirbærafræðileg og voru tekin 17 djúpviðtöl við sjö karlkyns þolendur. Niðurstöðurnar sýna að þátttakendum fannst sjálfsvígshugsanir í kjölfar kynferðisofbeldis byggjast á sterkri sjálfseyðingarhvöt sem fæli í sér nánast óbærilega þjáningu en væri þó ótjáð. Sjálfsvígshugsanirnar hverfðust um að finna hugarró og sleppa við stöðugar og ágengar hugsanir um ofbeldið. Sjálfseyðingarhvötin birtist meðal annars í áhættuhegðun og öðru skeytingarleysi um eigin heilsu og líf. Hefðbundnar karlmennskuímyndir höfðu neikvæð áhrif á alla þátttakendur, svo sem að þeir mættu ekki sýna tilfinningar af því að þeir væru karlmenn og ættu að harka tilfinningalegan sársauka af sér, en slíkt fól í sér tilfinningalega þöggun. Brotin sjálfsmynd, skömm, sektarkennd, neikvæðar hugsanir og einmanaleiki einkenndu líf þátttakenda. Að segja frá ofbeldinu gaf þeim nýtt upphaf. Þeir upplifðu þó oft þekkingar- og stuðningsleysi hjá fagfólki og fannst að spyrja þyrfti markvissar um áfallasögu í opinberri þjónustu. Mikilvægt er að fagfólk hafi þekkingu á kynferðisofbeldi gagnvart körlum og kunni að veita þeim sem glíma við sjálfsvígshugsanir áfallamiðaða þjónustu.

Lykilorð: Kynferðisofbeldi • Sjálfsvígshugsanir • Sjálfseyðingarhvöt • Karlmennskuímyndir • Fyrirbærafræði

Abstract: Suicidal ideations are common among male victims of sexual violence, but few Icelandic studies have focused on this aspect. The purpose of this study was to examine male survivors’ experiences of suicidal ideations following sexual violence and the impact of society and professionals on these experiences. The research method was phenomenological and 17 in-depth interviews were conducted with seven male survivors. The study shows that participants felt that suicidal ideation following sexual violence was based on a strong urge to self-destruct, which included almost unbearable suffering. The thought of suicide centred on finding peace of mind and ameliorating constant and aggressive thoughts about the violence. The urge to self-destruct manifested, among other things, in risk-taking behaviour and other indifference toward their own health and life. Traditional ideas about masculinity negatively affected all participants, for example the idea that they should not show emotions because they are men and should not express emotional pain, which was emotionally silencing. Broken identity, shame, guilt, negative thoughts, and loneliness characterized participants’ lives. Disclosing the violence offered the participants a fresh start. However, they often experienced a lack of knowledge and support from professionals and felt that they needed to be asked more systematically about their history of trauma. It is important for professionals to have knowledge of sexual violence against men and be able to provide trauma-oriented services to those who struggle with suicidal thoughts.

Keywords: Sexual violence • Suicidal ideation • Self-destructive impulse • Masculinity • Phenomenology

Published
2020-12-16
How to Cite
Tryggvadóttir, E., Halldórsdóttir, S., & Sigurðardóttir, S. (2020). „Sjálfseyðingarhvötin er svo sterk“: Reynsla karlkyns þolenda af sjálfsvígshugsunum í kjölfar kynferðisofbeldis. Íslenska þjóðfélagið, 11(2), 56-73. Retrieved from https://www.thjodfelagid.is/index.php/Th/article/view/198
Section
Articles