Traust í kreppu: Traust til Alþingis, lögreglu, stjórnmálamanna og forseta Íslands í kjölfar hrunsins

  • Tómas Bjarnason Capacent Gallup
Keywords: Institutional trust, social trust, the Icelndic parliament, police, politicians, the president of Iceland, value theories, institutional performance, Iceland

Abstract

Grave changes took place in institutional trust in Iceland in the wake of the economic crisis. The Icelandic Parliament was one of the institutions that lost the most public confidence. At the same time, however, as confidence in the Parliament subsided, confidence in the police increased. A question is put forth of whether the public, in the face of disappointment with the performance of many political institutions, increased its confidence in other types of institutions believed to defend either their personal or societal interests in a better way. Previous research on trust and its origins is discussed. Two theoretical schools are compared, one that emphasizes the impact of political culture on trust and another that emphasizes institutional performance. Both schools are utilized to formulate hypotheses about changes in institutional trust and its relationship with various demographic variables. Measures of institutional trust towards some key institutions playing a vital role in the crisis and its aftermath is reported: the parliament, the police, the president and politicians. The relationship of institutional trust with education, income, financial distress, and support for particular parties and the government is compared between the four institutions. Results from a survey conducted by Capacent in October 2012 show that the above institutions to some extent represented different interests and attitudes that emerged in the crash and its aftermath.

Miklar breytingar urðu á trausti til margra stofnana í kjölfar bankahrunins og var Alþingi ein af þeim stofnunum sem töpuðu hvað mestri tiltrú almennings. Á sama tíma jókst traust almennings til lögreglunnar. Þeirri spurningu er velt upp hvort almenningur hafi í ljósi vonbrigða með frammistöðu pólitískra lykilstofnana lagt aukið traust á annarskonar stofnanir sem hann taldi verja hagsmuni sína eða þjóðfélagsins betur. Greint er frá alþjóðlegum rannsóknum á stofnanatrausti og áhrifaþættir þess ræddir. Tveir kenningarskólar eru bornir saman, annarsvegar skóli sem leggur áherslu á áhrif pólitískrar menningar á traust og hins vegar skóli sem leggur áherslu á frammistöðu stofnana. Nýttar eru hugmyndir frá báðum þessum skólum til að móta tilgátur um ástæður breytinga á stofnanatrausti og tengsl stofnanatrausts við ýmsar lýðfræðilegar breytur. Þá er gerð grein fyrir trausti almennings til nokkurra þeirra stofnana sem léku lykilhlutverk í hruninu og eftirmálum þess: Alþingis, lögreglunnar, forsetans og stjórnmálamanna. Tengsl stofnanatrausts við menntun, tekjur, fjárhagsvanda heimilisins og stuðning fólks við stjórnmálaflokka og ríkisstjórn eru skoðuð og borin saman milli stofnana. Unnið er með gögn frá Capacent frá október 2012. Vísbendingar eru um að ofangreindar stofnanir hafi að einhverju leyti orðið fulltrúar mismunandi hagsmuna og viðhorfa sem fram komu í hruninu og í kjölfar þess.

 

How to Cite
Bjarnason, T. (1). Traust í kreppu: Traust til Alþingis, lögreglu, stjórnmálamanna og forseta Íslands í kjölfar hrunsins. Íslenska þjóðfélagið, 5(2), 19-38. Retrieved from https://www.thjodfelagid.is/index.php/Th/article/view/67
Section
Articles