Mannekla lögreglu og mjúk löggæsla í dreifbýli

  • Guðmundur Oddsson
  • Andrew Paul Hill

Abstract

Útdráttur: Markmið rannsóknarinnar eru að kortleggja þróun mannafla íslensku lögreglunnar frá árinu 2007, skoða lögregluna í evrópskum samanburði og greina upplifun dreifbýlislögreglumanna af helstu áskorunum þeirra og bjargráðum. Notast er við fyrirliggjandi gögn og viðtöl við 23 lögreglumenn með starfsreynslu í dreifbýli. Niðurstöðurnar sýna að starfandi lögreglumenn voru 648 árið 2017 og hafði fækkað um 9% frá 2007. Landsmönnum fjölgaði samhliða um 10%. Árið 2018 var Ísland meðal þeirra Evrópulanda sem höfðu hvað fæsta lögreglumenn (185) á hverja 100.000 íbúa. Hvergi fækkaði lögreglumönnum jafn mikið í Evrópu milli 2009 og 2018 og hérlendis (29,1%). Samhliða nær fimmfaldaðist fjöldi erlendra ferðamanna. Fólksfjölgun, fjölgun ferðamanna og fækkun lögreglumanna hafa aukið álag og komið niður á löggæslu, ekki síst í dreifbýli. Niðurstöður viðtala sýna að helstu áskoranir sem dreifbýlislögreglumenn upplifa eru mannekla, ofurálag, margþætt verkefni, lítil aðstoð og óskýr mörk vinnu og einkalífs. Helstu bjargráð dreifbýlislögreglumanna eru að þróa með sér fjölþætta kunnáttu og hugvitssemi við að virkja félagsauð nærsamfélagsins. Mikilvægust er góð samskiptahæfni sem byggist á samræðum, hæfileikanum að geta stillt til friðar og mjúkri löggæslu til að viðhalda trausti almennings og samstöðu. Félagsauður nærsamfélagsins, sem grundvallast á trausti, samvinnu og óformlegu félagslegu taumhaldi, hjálpar dreifbýlislögreglunni í þessum efnum.
Lykilorð: Lögregla • mannekla • dreifbýlislöggæsla • áskoranir • bjargráð


Abstract: This study maps police staffing in Iceland since 2007 from a European comparative perspective and analyses the main challenges and practices of rural police officers using secondary data and interviews with 23 police officers who have worked in rural areas. Iceland had 648 working police officers in 2017, a 9% reduction since 2007. Iceland’s population increased by 10% during this time period. In 2018, Iceland had among the fewest police officers (185) per 100.000 inhabitants in Europe and experienced Europe’s most significant reduction in the number of police officers from 2009-2018 (29.1%). Concurrently, the number of tourists grew almost fivefold. Population growth, a tourism boom, and declining police staffing have negatively affected policing, particularly rural policing. The interviews show that the main challenges rural police officers experience are understaffing, overwork, an extensive range of tasks with little backup, and a blurring of work and home. To meet these challenges, officers must develop a broad skill set and be innovative in activating the community’s social capital. Most importantly, officers must develop excellent communication skills centred on dialogue, de-escalation, and soft policing to maintain trust and consensus. Community social capital, rooted in high-trust, cooperation, and informal social control, helps rural police officers in this regard.
Keywords: Police • understaffing • rural policing • challenges • practices

Published
2021-04-29
How to Cite
Oddsson, G., & Hill, A. (2021). Mannekla lögreglu og mjúk löggæsla í dreifbýli. Íslenska þjóðfélagið, 12(1), 34-50. Retrieved from https://www.thjodfelagid.is/index.php/Th/article/view/206