Öráreitni og ableismi: Félagsleg staða ungs fatlaðs fólks í almennu rými

  • Embla Guðrúnar Ágústsdóttir Háskólann á Akureyri
  • Ásta Jóhannsdóttir Háskóli Íslands
  • Freyja Haraldsdóttir Háskóli Íslands

Abstract

Útdráttur: Í þessari grein verða áhrif fötlunar á félagslega upplifun í almennu rými skoðuð ásamt því hvernig öráreitni birtist í daglegu lífi ungs fatlaðs fólks á Íslandi. Til þess að draga það fram verður notast við skilgreiningar Keller og Galgay (2010) um birtingarmyndir öráreitni gagnvart fötluðu fólki og kenningar Goffman (1959) um félagslegan stöðugleika. Þessar skilgreiningar verða svo bornar saman við gögn okkar úr rannsóknarverkefninu LIFE-DCY. Niðurstöður benda til þess að þó almennt sé gengið út frá félagslegum stöðugleika í mannlegum samskiptum einkennist félagslegur veruleiki fatlaðs fólks af félagslegu uppnámi og óreiðu vegna öráreitni (e. microaggressions) og ableisma. Skilgreiningar Keller og Galgay (2010) eiga því ágætlega við íslenskan veruleika. Uppnám og óreiða eru hluti af hinum daglega hversdagsleika fatlaðs fólks en ekki tilfallandi atburður líkt og kenningar Goffman (1959) hafa gert ráð fyrir. Í þessari óreiðu endar fatlað fólk sjálft milli steins og sleggju og upplifir sig bera ábyrgð á því að endurskapa félagslegan stöðugleika á sama tíma og því er jafnvel misboðið yfir hegðun ófatlaðs fólks.

Lykilorð: öráreitni · ableismi · félagslegur stöðugleiki · ungt fatlað fólk

Abstract: This paper focuses on how disability affects the social experience in public spaces as well as on how microaggressions appear in the day to day life of young disabled people. To shed some light on this, the definitions of Keller and Galgay (2010) on manifestations of microaggressions towards disabled people will be used as well as Goffman’s (1959) theories on social interaction and stability. These definitions will be considered in relation to our data from the LIFE-DCY research. Our findings indicate that even though we usually presume social stability in our human interactions, the social reality of disabled people is characterized by social turmoil and chaos because of the microaggressions and ableism. It can therefore be argued that social turmoil and chaos are a part of the daily lives of disabled people, rather than infrequent incidental events as previous theories have indicated. In this chaos, disabled people find themselves between a rock and a hard place and feel that they are responsible for re-creating social stability – but at the same time they experience outrage because of the microaggression and ableism they encounter.

Keywords: microaggression · ableism · social stability · young disabled people

 

Published
2020-10-01
How to Cite
Guðrúnar Ágústsdóttir, E., Jóhannsdóttir, Ásta, & Haraldsdóttir, F. (2020). Öráreitni og ableismi: Félagsleg staða ungs fatlaðs fólks í almennu rými. Íslenska þjóðfélagið, 11(2), 3-18. Retrieved from https://www.thjodfelagid.is/index.php/Th/article/view/192
Section
Articles