Upplifun og reynsla íslenskra útsendra starfsmanna í fjarlægum löndum

  • Svala Guðmundsdóttir Háskóli Íslands
  • Árelía Eydís Guðmundsdóttir Háskóli Íslands
  • Ragnhildur Lena Helgadóttir

Abstract

Útdráttur: Góð aðlögun getur skipt sköpum til þess að útsendir starfsmenn klári verkefni eða samninga sína erlendis. Rannsóknir hafa sýnt að bæði góður undirbúningur og stuðningur vinnuveitenda geta skipt sköpum til þess að aðlögun verði sem best. Einnig hafa rannsóknir sýnt að mun kostnaðarsamara er fyrir fyrirtæki og stofnanir að senda starfsmenn frá heimalandi sínu til starfa erlendis heldur en ekki ásamt því að starfsferill viðkomandi starfsmanns er í húfi. Því er mikilvægt fyrir alla sem að málinu koma að aðlögunin sé árangursrík. Í þessari grein er skoðuð reynsla og upplifun íslenskra útsendra starfsmanna í fjarlægum löndum af aðlögun. Einnig er skoðað hvort stuðningur er veittur af hálfu vinnuveitenda þeirra og þá hvers konar. Gerð var eigindleg rannsókn þar sem tekin voru viðtöl við níu útsenda starfsmenn, sem bjuggu á hinum ýmsu fjarlægu stöðum í heiminum þegar viðtölin fóru fram, í þeim tilgangi að fá svör við fyrrnefndum vangaveltum. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að almennt hafi aðlögun þátttakenda verið góð en stuðningur vinnuveitenda var yfir heildina ekki mikill né heldur undirbúningur fyrir flutninga.

Lykilorð: Mannauðsstjórnun · útsendir starfsmenn · framandi lönd · aðlögun

Abstract: Good adjustment can make a crucial contribution to expatriates completing their projects or contracts abroad. Research has shown that both good preparation and compensation from employers can make a difference in order to achieve the best possible adjustment. The cost for corporations and organizations of sending employees from their home country to work in other countries is much higher than that of having employees on payroll in their home country. Therefore, it is important for all those involved that foreign projects are successful. This article reviews the experiences of Icelandic expatriates of cross-cultural adjustment at hardship locations. Furthermore, the purpose is to examine their own as well as their employers ́ preparation before moving abroad. It is also examined whether any compensation is provided by their employers and, if there is any, then what kind. A qualitative study was conducted involving interviews with nine expatriates, who were living in various hardship locations in the world when the interviews were conducted, for the purpose of answering the abovementioned speculations. The results of the study indicate that overall the adaptation of the participants was good, but the support of employers to their employees was generally not great nor were the preparations in the home country before their relocations.

Keywords: Humann resource management · expatriates · hardship locations · adjustment

 

Published
2020-07-03
How to Cite
Guðmundsdóttir, S., Guðmundsdóttir, Árelía, & Helgadóttir, R. (2020). Upplifun og reynsla íslenskra útsendra starfsmanna í fjarlægum löndum. Íslenska þjóðfélagið, 11(1), 60-77. Retrieved from https://www.thjodfelagid.is/index.php/Th/article/view/188