Iceland Airwaves sem samskiptavettvangur og farvegur hugmynda

  • Erla Rún Guðmundsdóttir Háskóli íslands
  • Margrét Sigrún Sigurðardóttir Háskóli Íslands
  • Magnús Þór Torfason Háskóli Íslands

Abstract

Útdráttur: Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves hefur verið haldin árlega frá árinu 1999. Markmið hátíðarinnar hefur frá upphafi verið þríþætt: Að koma íslenskri tónlist á framfæri á Íslandi og erlendis, að stuðla að fjölbreytni í menningar- og tónlistarlífi Íslendinga og að fjölga ferðamönnum til Íslands utan háannatíma. Samkvæmt skilgreiningum O‘Sullivan og Jackson (2002) telst Iceland Airwaves til „stórahvellshátíða“ (e. big-bang), þ.e. þetta er hátíð sem er í grundvallaratriðum markaðstól, nýtt til að auglýsa ýmsa tengda viðburði á ákveðnu landfræðilegu svæði. Hátíðin fellur einnig vel að skilgreiningu þeirra á hátíðaferðamennsku þar sem fólk kemur víðsvegar að til að mæta á og upplifa hátíð, en fjölmargir erlendir ferðamenn leggja árlega leið sína til Íslands til að vera viðstaddir Iceland Airwaves. Um leið hefur hátíðin ákveðin séríslensk einkenni, sem marka henni stöðu á alþjóðlegum vettvangi. Í greininni er því velt upp að hve miklu leyti Iceland Airwaves hafi tekist að uppfylla öll þrjú markmið sín. Niðurstaðan er sú að hátíðin stuðlar að fjölbreytni í menningar- og tónlistarlífi og sérstaða íslenskrar tónlistar gerði hátíðinni kleift að uppfylla öll þrjú markmiðin.

Lykilorð: Hátíðaferðamennska · tónlistarferðamennska · tengslanet · Iceland Airwaves

Abstract: The Iceland Airwaves music festival has been held yearly since 1999. The festival‘s goal is and always has been threefold: to promote Icelandic music in Iceland and abroad; to advance culture and music life in Iceland; and to grow the number of tourists traveling to Iceland outside the high season. According to the definitions of O‘Sullivan and Jackson (2002), Iceland Airwaves would be categorized as a big-bang festival, functioning mainly as a marketing tool for Iceland and its music. Iceland Airwaves, with its numerous international guests, also fits well with their definition of festival tourism, where people come from all around to attend a festival. At the same time the festival has certain Icelandic characteristics, which make is unique internationally. In this article we explore to what extent Iceland Airwaves has succeeded in fulfilling all three goals. Our conclusions suggest that Iceland Airwaves promotes diversity in Icelandic music and culture, and that the uniqueness of Icelandic music is what allows the festival to fulfill all three goals.

Keywords: Festival tourism · music tourism · social networks · Iceland Airwaves

Published
2020-07-02
How to Cite
Guðmundsdóttir, E., Sigurðardóttir, M., & Torfason, M. (2020). Iceland Airwaves sem samskiptavettvangur og farvegur hugmynda. Íslenska þjóðfélagið, 11(1), 41-59. Retrieved from https://www.thjodfelagid.is/index.php/Th/article/view/187