Af erlendu vogreki: Íslensk þjóðmenning, útlend ómenning og viðtaka „óæskilegra“ menningaráhrifa

  • Ólafur Rastrick Háskóli Íslands

Abstract

Útdráttur: Meðal þrástefja samfélagsumræðunnar er sú hugmynd að fyrir hönd íslenskrar menningar sé háð linnulaus varnarbarátta gegn óæskilegum áhrifum sem vilji skjóta rótum í samfélagi okkar með ófyrirséðum afleiðingum. Oftar en ekki er litið svo á að slíkt vogrek sé af erlendum toga, sprottið af útlendri lágmenningu. „Sjálfstæðisbarátta smáþjóðar er eilíf“, sagði Gylfi Þ. Gíslason árið 1942 og átti við að Íslendingar þyrftu jafnan að standa vörð um menningarlega sérstöðu sína og verjast spillandi áhrifum útlendrar fjöldamenningar. Í greininni verður staðnæmst við nokkur dæmi úr viðtökusögu erlendra menningaráhrifa á 20. öld sem skilgreind voru sem óæskileg eða spillandi. Skoðað verður hvernig vörslumenn menningarinnar sáu fyrir sér að smit breiddist út um íslenskt samfélag og hefði skaðleg áhrif á menningarástand þjóðarinnar. Markmiðið er að varpa ljósi á virkni hugmyndarinnar um hið útlenda í íslenskri samfélagsumræðu og hvernig málsmetandi menn hafa í gegnum tíðina metið þá ógn sem stafaði af því sem þeir álitu menningarlega framandi landi og þjóð.

Lykilorð: Íslensk menning · úrkast · siðafár · hið útlenda 

Abstract: A central theme in Icelandic public discourse is centred around the necessity to wage a ceaseless war on behalf of Icelandic culture against undesirable traits deemed resolute on taking roots in Icelandic society with unforeseen consequences. Frequently, such cultural changes are perceived and denoted as external to Icelandic society, deriving from foreign lowbrow culture. „A small nation's quest for independence is eternal“, claimed the noted public intellectual and later influential politician Gylfi Þ. Gíslason in 1942, referring to Iceland's need to be on constant guard in safekeeping its cultural identity and rejecting the contaminating impacts of foreign popular culture. The paper draws on examples from the twentieth century of how foreign cultural influences have been received and defined as undesirable or polluting. It explores how self-proclaimed guardians of culture perceived pervading threats to the cultural state of the nation. The objective is to gain an understanding of how the idea of 'the foreign' shaped public discourse and how public intellectuals assessed the danger of what they understood as culturally alien to the Icelandic people.  

Keywords: Icelandic culture ·  abject ·  moral panic ·  the foreign

 

Published
2020-07-02
How to Cite
Rastrick, Ólafur. (2020). Af erlendu vogreki: Íslensk þjóðmenning, útlend ómenning og viðtaka „óæskilegra“ menningaráhrifa. Íslenska þjóðfélagið, 11(1), 22-40. Retrieved from https://www.thjodfelagid.is/index.php/Th/article/view/186