Síkvik menning á mörkum hins meira en mennska: Ferðamennska, söfn og staðir

  • Katrín Anna Lund Háskóli Íslands
  • Gunnar Þór Jóhannesson Háskóli Íslands

Abstract

Útdráttur: Ferðamennska er ein meginbirtingarmynd hreyfanleika nú til dags. Aldrei hafa fleiri ferðamenn sótt landið heim en á síðustu árum. Í þessari grein er ætlun okkar að rýna í samband menningar, náttúru og ferðamennsku á gagnrýninn hátt. Það er algeng nálgun í rannsóknum á ferðamálum að skýrri afmörkun á milli menningar og náttúru sé viðhaldið í anda hefðbundinnar akademískrar hugsunar. Gert er ráð fyrir að náttúra annars vegar og menning og samfélag hins vegar séu aðskilin svið sem geti haft gagnkvæm áhrif á hvort annað. Að okkar mati ná þessi sjónarhorn ekki að fanga þann hreyfanleika og sköpunarkraft sem felst í samfléttun náttúru og menningar sem virkra gerenda. Við munum byggja á efnislegri tengslahyggju til að draga fram hvernig ferðamennska og áhrif hennar verða til í síkvikum tengslum milli hins mennska og hins meira-en-mennska. Galdrasýningin á Hólmavík er miðpunktur greinarinnar. Við lýsum sýningunni sem tengslarými (e. contact zone) og leggjum áherslu á að fylgja hvernig fortíð og nútíð og svið náttúru og menningar fléttast saman í framsetningu hennar og eiga þátt í að leiða fram samband hreyfanleika Stranda í tíma og rými.

Lykilorð: Galdrasýning á Ströndum · menningartengd ferðaþjónusta · hreyfanleiki · meira en mennskt · tengslarými

Abstract: Tourism is one of the main manifestations of contemporary mobility. Never have more tourists visited the country than in recent years. In this article, we intend to critically explore the relationship of culture, nature and tourism. It is a common approach in travel research that a clear demarcation between culture and nature is maintained in the spirit of conventional academic thought. Nature, on the one hand, and culture and society, on the other, are framed as separate spheres that can mutually affect each other. In our view, this perspective does not capture the mobility and creativity inherent in the interweaving of nature and culture as active agents. We will build on relational materialism to highlight how tourism and its affects emerge in a dynamic relationship between the human and the more-than-human. The Museum of Icelandic Sorcery and Witchcraft in Hólmavík, Strandir, is central to the study. We describe the Museum as a contact zone and seek to trace how the past and present as well as the spheres of nature and culture are entwined in its display and bring forth the mobility of Strandir in time and space.

Keywords: Museum of Icelandic Sorcery & Witchcraft · cultural tourism · mobility · more-than-human · contact zone

Published
2020-07-02
How to Cite
Lund, K., & Jóhannesson, G. (2020). Síkvik menning á mörkum hins meira en mennska: Ferðamennska, söfn og staðir. Íslenska þjóðfélagið, 11(1), 3-21. Retrieved from https://www.thjodfelagid.is/index.php/Th/article/view/185