Heiðarlegir vinnuþjarkar, hreinlátir og fljótir að læra: Um sjálfboðaliðastörf á Íslandi

  • Guðbjörg Linda Rafnsdóttir Háskóli Íslands
  • Jónína Einarsdóttir Háskóli Íslands
  • Ragnhildur B. Guðmundsdóttir

Abstract

Útdráttur: Á síðustu árum hafa breytingar orðið á íslenskum vinnumarkaði sem meðal annars endurspeglast í fjölgun erlends starfsfólks. Erlendir sjálfboðaliðar eru ekki taldir með í tölum um erlent starfsfólk en aðilar vinnumarkaðarins telja að þeir gangi í störf sem um gilda kjarasamningar. Meginmarkmið greinarinnar er að skoða hvort áhyggjur aðila vinnumarkaðarins af brotum á kjarasamningum vegna sjálfboðaliðastarfa eigi við rök að styðjast. Til að svara því greina höfundar hvaða verkefnum sjálfboðaliðum er ætlað að sinna, eftir hvers konar vinnuafli er falast og hvaða aðstæðum er lofað. Gögnum var safnað þann 27. febrúar með árs millibili árin 2017 og 2018 frá heimasíðunum www.workaway.info og www.helpx.net, úr 244 auglýsingum árið 2017 og 295 auglýsingum árið 2018. Niðurstöðurnar sýna að verkefni sjálfboðaliðanna voru af margvíslegum toga en þau tilheyrðu flestöll efnahagslegri starfsemi í einni eða annarri mynd sem eiga, samkvæmt aðilum vinnumarkaðarins, að lúta að minnsta kosti lágmarkskjörum viðkomandi starfsgreina. Stór hluti starfseminnar var við ýmiss konar sveitastörf og um rétt tæpur þriðjungur tengdist ferðaþjónustu. Niðurstöðurnar kalla á umræðu um stöðu verkalýðshreyfingarinnar í deilihagkerfi samtímans, sem og skilgreiningar á lykilhugtökum svo sem vinnu, frítíma, sjálfboðaliðastarfi, ferðamennsku og mörkunum þar á milli.

Lykilorð: aðilar vinnumarkaðarins, alþjóðavæðing vinnunnar, kjarasamningar, sjálfboðaliðastörf, sjálfboðaferðamenn.

 Abstract: Since recently, the Icelandic labour market has changed, which can be linked to an increase in foreign employees. Foreign volunteers are not included in numbers of foreign employees but the labour market participants argue that their recruitment is a breach of the collective bargaining agreements. The aim is to examine whether the concerns of the labour market participants about breaches of the agreements are justified. To address this question, we analyze the tasks the volunteers should perform, the workforce requested and what conditions are promised. Data was collected the 27th of February 2017 and the same day 2018, from the websites www.workaway.info and www.helpx.net. Totally, 244 advertisements in 2017 and 295 advertisements in 2018 were reviewed. The diverse tasks required were associated with economic activity in various ways, for which according tolabour market rules, participantsshould be paid minimum wages in line with each profession. A high percentage of jobs listed included tasks related to farms and almost one third was linked to tourism. The results call for a discussion of the status of the labor movement, how key concepts such as work, leisure time, volunteer work and tourism are defined, and the boundaries between them.

Keywords: labour market participants, globalization of work, foreign employees, pay agreements, volunteers, voluntourists.

Published
2019-04-04
How to Cite
Rafnsdóttir, G., Einarsdóttir, J., & Guðmundsdóttir, R. (2019). Heiðarlegir vinnuþjarkar, hreinlátir og fljótir að læra: Um sjálfboðaliðastörf á Íslandi. Íslenska þjóðfélagið, 10(2), 29-47. Retrieved from https://www.thjodfelagid.is/index.php/Th/article/view/159