Ráðum við frekar Guðmund og Önnu heldur en Muhammed og Aishu? Áhrif múslímsks nafns í ferilskrám
Abstract
Útdráttur: Bæði innlendar og erlendar rannsóknir benda til þess að sérstaklega mikilla fordóma gæti gagnvart einstaklingum með múslímskan bakgrunn. Í þessari rannsókn ákveðið að skoða fordóma gagnvart múslímskum innflytjendum á Íslandi. Starfslýsing og fjórar ferilskrár voru settar upp og var almenningur beðinn að meta einn umsækjenda af handahófi. Umsækjendur voru eins að öllu leyti öðru en því að nöfn (íslensk tilvísun, múslímsk tilvísun) og kyn (kona, karl) voru mismunandi. Niðurstöður benda til þess að töluverðir fordómar séu til staðar gagnvart einstaklingum með nöfn sem gefa til kynna að þeir séu múslímar. Þrátt fyrir að eiginleikar aðferðafræðinnar leiði til vanmats á fordómum teljast þeir töluverðir. Launamunur, sem myndast vegna múslímsks bakgrunns, er til dæmis töluvert meiri en launamunur kynjanna á Íslandi. Í samræmi við erlendar rannsóknir virðast þeir fordómar vera meiri gagnvart kvenkyns heldur en karlkyns múslímskum umsækjendum.
Lykilorð: ráðningarferlið, innflytjendur, fordómar, Múslímar, Íslam
Útdráttur: Bæði innlendar og erlendar rannsóknir benda til þess að sérstaklega mikilla fordóma gæti gagnvart einstaklingum með múslímskan bakgrunn. Í þessari rannsókn ákveðið að skoða fordóma gagnvart múslímskum innflytjendum á Íslandi. Starfslýsing og fjórar ferilskrár voru settar upp og var almenningur beðinn að meta einn umsækjenda af handahófi. Umsækjendur voru eins að öllu leyti öðru en því að nöfn (íslensk tilvísun, múslímsk tilvísun) og kyn (kona, karl) voru mismunandi. Niðurstöður benda til þess að töluverðir fordómar séu til staðar gagnvart einstaklingum með nöfn sem gefa til kynna að þeir séu múslímar. Þrátt fyrir að eiginleikar aðferðafræðinnar leiði til vanmats á fordómum teljast þeir töluverðir. Launamunur, sem myndast vegna múslímsks bakgrunns, er til dæmis töluvert meiri en launamunur kynjanna á Íslandi. Í samræmi við erlendar rannsóknir virðast þeir fordómar vera meiri gagnvart kvenkyns heldur en karlkyns múslímskum umsækjendum.
Lykilorð: ráðningarferlið, innflytjendur, fordómar, Múslímar, Íslam
Copyright (c) 2019 Kári Kristinsson, Margrét Sigrún Sigurðardóttir

This work is licensed under a Creative Commons Attribution-NonCommercial 4.0 International License.
Höfundar eiga höfundarétt að greinum sínum en þær birtast samkvæmt skilmálum um opinn aðgang (Creative Commons, creativecommons.org).
Authors retain copyright and grant the journal right of first publication with the work simultaneously licensed under a Creative Commons Attribution License that allows others to share the work with an acknowledgement of the work's authorship and initial publication in this journal.