„Fenguð þið frí af Litla-Hrauni?“ Kynþáttahyggja og fordómar í garð fólks frá Litháen í upphafi 21. aldar

  • Kristín Loftsdóttir Háskóli Íslands

Abstract

Útdráttur: Upphaf 21. aldarinnar einkenndist af miklum breytingum á íslenskum vinnumarkaði þegar þensla var mikil og hann opnaðist m.a. í auknum mæli fyrir fólki frá Austur-Evrópu. Litháen varð hluti af Evrópusambandinu árið 2004 sem jók möguleika fólks frá Litháen á að starfa víðs vegar um Evrópu. Greinin byggir á viðtölum við fólk frá Litháen og reynslu þeirra af Íslandi. Í greininni eru sérstaklega skoðaðir þeir fordóma, sem þessir hópar hafa upplifað hér á landi, og spurt hvað þeir segi um kynþáttafordóma í víðu samhengi í Evrópu og Norður-Ameríku. Umræða um Litháa hér á landi er jafnframt sett í samhengi við fordóma sem Litháar hafa orðið fyrir í öðrum Evrópulöndum þar sem þeir hafa upplifað kynþáttafordóma. Í greininni er lögð áhersla á að fordómar stafi ekki eingöngu af vanþekkingu eða sé ekki bergmál eldri hugmynda heldur er þeim á virkan hátt viðhaldið eða þeir endurskapaðir í samtímanum í stefnum og áherslum stjórnvalda og annarra stofnana samfélagsins. 

Lykilorð: fordómar, kynþáttafordómar, Litháar, vinnumarkaður

Abstract:The beginning of the 21st century in Iceland‘s labour market underwent significant changes, where employment opportunities were plentiful. Lithuania became a part of the EU in 2004, increasing the possibilities of Lithuanians to work in different European countries. The article focuses on their experience of Lithuanians living in Iceland.  The article analyses racism against Lithuanians in Iceland and what it says about racism in general in the global north. The discussion position prejudice against Lithuanians in the context of prejudice that Lithuanians have encountered in other countries, where they have also experienced racism.  The article emphasizes that racism is not only the consequence of lack of knowledge or echo of the past, but are facilitated by instuitional regulations and emphasis.

Keywords: prejudice, racism, labour market, Lithuanians

 

Published
2019-04-04
How to Cite
Loftsdóttir, K. (2019). „Fenguð þið frí af Litla-Hrauni?“ Kynþáttahyggja og fordómar í garð fólks frá Litháen í upphafi 21. aldar. Íslenska þjóðfélagið, 10(2), 80-96. Retrieved from https://www.thjodfelagid.is/index.php/Th/article/view/157