Varla brot eða vondir menn: Orðræða um kynferðisbrot í fjölmiðlum og athugasemdakerfum

Abstract

Útdráttur: Í þessari grein er skoðað hvernig orðræða um kynferðisofbeldi og gerendur birtist í umfjöllun um afturköllun á ráðningu meints geranda til kennslu við háskóla. Til þess var orðræðugreiningu í anda Foucault beitt á umfjöllun fjölmiðla, innsendar greinar, bloggsvæði og athugasemdakerfi. Þá var innihaldsgreining notuð til þess að greina kyngervi ummælenda, fjölda ummæla eftir kyngervi og skoðanir hverra fengu brautargengi. Karlar voru þar í meirihluta og áttu mun fleiri ummæli á sama tíma og fleiri karlar fengu skoðanir sínar endurfluttar í fjölmiðlum. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að orðræða um kynferðisbrot byggi á stigveldi þeirra þar sem líkamlegt kynferðisofbeldi sé notað sem viðmið sem undirskipi og útiloki annars konar kynferðisbrot sem varla eru talin taka því að tala um. Þar af leiðir að brot sem samræmast ekki þess háttar líkamlegum kynferðisbrotum eru síður talin vera brot. Samhliða skýrri aðgreiningu í kynferðisofbeldi og ekki ofbeldi má svo sjá skýran aðskilnað milli brotamanna og annarra. Skiptast viðhorf til meints geranda brotanna eftir þeim línum þar sem hann er, í krafti skrímslavæðingar kynferðisbrotamanna, ýmist álitinn vera ógeðfellt skrímsli eða, vegna ósamræmanleika mannkosta hans við ímynd skrímslisins, ólöstuð hetja.

Lykilorð: Kynferðisofbeldi · kynferðisleg áreitni · stigveldi kynferðisofbeldis · samfellulíkan kynferðisofbeldis  · skrímslavæðing

Abstract: This article looks to identify discourses about sexual violence and perpetrators as they appear in discussions about the revocation of an alleged perpetrator’s previously announced recruitment to an Icelandic university. Foucaultian discourse analysis was applied to data from media discussions, opinion pieces, blogs and comment sections. Content analysis was used to find the gender composition of commenters. The majority of commenters were male, they commented the most and their views were more often recounted in the media. The main findings of the research indicate that discourse about sexual violence relies upon a hierarchy where physical sexual violence is used as a norm against which other sexual violations are subordinated and excluded, and therefore not worth speaking about. Nor are they thought to warrant any feeling of violation. Just as violation is clearly separated from non-violation so is violator from non-violator. Persuasions about perpetrators generally fall on either side of the clear cut, where, in accordance with monsterification, the perpetrator is seen as a foul monster or, because of the inability to reconcile his amiable qualities with the monstrous image, he is seen as an immaculate hero.

Keywords: Sexual violence · sexual harassment · hierarchy of sexual violence · continuum of sexual violence · monsterification

 

Published
2019-06-28
How to Cite
Bjarnason, Ívar, & Pétursdóttir, G. (2019). Varla brot eða vondir menn: Orðræða um kynferðisbrot í fjölmiðlum og athugasemdakerfum. Íslenska þjóðfélagið, 10(1), 21-39. Retrieved from https://www.thjodfelagid.is/index.php/Th/article/view/139
Section
Articles